Af hverju MBA frá Háskóla Íslands?

MBA-gráða frá Háskóla Íslands veitir afbragðsundirbúning til að mæta krefjandi verkefnum á sviði nýsköpunar og stjórnunar, bæði í einkarekstri og hjá hinu opinbera.

Háskóli í fremstu röð

Háskóli Íslands er eini háskóli landsins sem kemst á báða virtustu lista heims yfir þá skóla sem hæst eru metnir á alþjóðavettvangi. Þeir eru ShanghaiRanking Consultancy og Times Higher Education World University Rankings. Báðir listarnir taka til rannsókna, kennslu og áhrifa í alþjóðlegu vísindasamfélagi.

Þá sýndi annar listi á vegum tímaritsins Times Higher Education, sem nefnist University Impact Rankings og var birtur í fyrsta sinn á vormánuðum 2019, að Háskóli Íslands er í sæti 101-200 yfir þá háskóla í heiminum sem hafa mest samfélagsleg og efnahagsleg áhrif út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Mynd
Aðalbygging Háskóla Íslands

Alþjóðlega vottað nám

MBA-námið við Háskóla Íslands er alþjóðlega viðurkennt nám (accreditation) frá Association of MBA´s (AMBA). AMBA eru óháð samtök sem hafa það að markmiði að efla gæði menntunar á sviði stjórnunar og reksturs. Um er að ræða eina virtustu viðurkenningu sem hægt er að fá fyrir MBA-nám, en rúmlega 300 skólar í heiminum hafa hlotið slíka viðurkenningu. Alþjóðlega vottunarferlið nær yfir eftirfarandi sex gæðavíddir:

 • Tengsl námsins við háskólaumhverfið
 • Hæfni kennara og gæði kennslu
 • Stjórnun og þjónusta við nemendur
 • Bakgrunnur nemenda
 • Tilgangur námsins, markmið og hæfniviðmið
 • Námskrá og skipulag námsins
Mynd
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í tíma með MBA-nemendum

Tengsl við atvinnulíf

MBA-námið veitir nýjar forsendur til starfsframa og er í sterkum tengslum við íslenskt viðskiptalíf.

Háskóli Íslands leggur mikla áherslu á öflug tengsl við íslenskt samfélag og atvinnulíf. Leitast er þannig við að stuðla að virkri uppbyggingu atvinnulífsins með nýsköpun þekkingar.

Tengsl MBA-námsins við íslenskt atvinnulíf eru margþætt.

 • Nemendur vinna meðal annars verkefni í samvinnu við aðila í íslensku viðskiptalífi
 • Gestafyrirlesarar úr atvinnulífinu koma í kennslustundir
 • Viðburðir eru haldnir á vegum MBA-námsins

Lestu meira um tengsl námsins við atvinnulífið.

Mynd
MBA-nemendur í tíma

Samstarf við Yale og IESE

Námsferð til IESE á Spáni og Yale í Bandaríkjunum (kostnaður vegna ferðar er innifalinn í námsgjöldum).

Kennararnir í náminu hafa hlotið menntun víða um heim og margir hverjir hafa starfað á alþjóðavettvangi.

Lestu meira um alþjóðleg tengsl MBA-námsins.

Mynd
MBA-nemendur á námsferð í IESE

MBA-námið er sérstaklega miðað við íslenskt atvinnulíf og er lögð áhersla á raundæmi. Þó ber námið alþjóðlegan blæ þar sem horft er á Ísland í alþjóðasamhengi.

 • Farið er í fyrirtækjaheimsóknir og gestir úr atvinnulífinu miðla af reynslu sinni
 • Raundæmi í tengslum við íslensk fyrirtæki undir handleiðslu reyndra kennara
 • Sameiginleg reynsla og þekking nemendahópsins er ómetanleg

Öll námskeið sem boðið er upp á taka mið af nýjustu áherslum í viðkomandi fagi. Í hverju þeirra er nemendum boðið upp á að efla persónulega færni og þróa leiðtogahæfileika sína, m.a. með:

 • Umræðum í kennslustundum við kennara, samnemendur og gestafyrirlesara
 • Hópavinnu þar sem kryfja þarf ólík viðfangsefni og leggja fram tillögur um ákvarðanir sem þarf að taka og finna sameiginlega niðurstöðu
 • Vali á verkefnum sem tengjast áhuga eða hagsmunum nemenda og samskiptum við aðila í atvinnulífinu sem tengjast náminu
 • Þátttöku í umræðum um dæmisögur (e. cases) þar sem viðfangsefni eru greind, t.d. með tilliti til orsakasamhengis. Brugðist er við andstæðum rökum sem upp kunna að koma þegar fundin eru ný sjónarhorn og lausnir

Leiðarljós MBA-námsins er að bjóða framúrskarandi, hagnýtt og krefjandi nám þar sem nemendur takast á við hagnýt vandamál á gagnrýninn og agaðan hátt.

Með MBA-náminu er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu og færni í að leiða flókin verkefni og undirbúning til að takast á við stjórnunarstörf af margvíslegum toga og eru tengsl MBA-námsins við íslenskt atvinnulíf margþætt.

Á námsleiðinni eru margs konar krefjandi úrlausnarefni, bæði persónuleg og fagleg; t.d. að geta tjáð sig með afgerandi hætti, taka af skarið, sýna frumkvæði og eldmóð, ganga á móti straumnum, verja erfiðar ákvarðanir, klára verkefni undir tímapressu og nálgast málin frá siðferðislegu sjónarhorni.

Auk námskeiðanna sem í boði eru þróa nemendur hæfileika sína og hæfni t.d. með:

 • Þátttöku í vinnufundum og atburðum sem boðið er upp á í tengslum við námið
 • Ígrundun eigin framlags og sjálfssýnar á ólíkum sviðum

Þjálfað er sérstaklega að:

 • byggja upp tengsl við fólk úr ólíkum áttum
 • bregðast við gagnrýni og krefjandi úrlausnum í samskiptum
 • finna lausnir sem í fljótu bragði virðast ekki í sjónmáli og taka ákvarðanir
 • klára málin þótt lítill tími sé til stefnu

Rauði þráðurinn er að styrkja frumkvæði og færni nemenda á öllum sviðum námsins svo þeir geti betur nýtt þekkingu sína.

Bakgrunnur nemenda er ólíkur og mikið er lagt upp úr því að hver og einn nýti sína reynslu sem best, geti lagt mat á aðstæður hverju sinni og uppgötvi í leiðinni nýja persónulega eiginleika.

Í leiðtogastarfi reynir ekki síst á skilvirka ákvarðanatöku með tilheyrandi greiningu gagna og mati valkosta.

Í MBA-náminu er sérstaklega haft að leiðarljósi að nemendur efli persónulega færni og þrói atvinnuhæfni sína.

Nútímastjórnendur leita eftir skoðunum starfsfólks og þátttöku í hópastarfi og ákvörðunartöku af ýmsu tagi.

Verkefni þeirra ganga gjarnan þvert á deildir/svið fyrirtækjanna og fyrir vikið reynir mjög á samstarfshæfileika stjórnenda.

Allir sem sinnt hafa stjórnunarhlutverkum vita að það getur gefið hressilega á bátinn og getur þurft mikla þrautseigju til að koma fleyinu heilu í höfn.

Í MBA-náminu er stjórnunarhlutverkið krufið út frá mörgum sjónarhornum ekki síst með tilliti til þess hvernig stjórnendur geta náð árangri með því að vinna með öðrum, í gegnum aðra og með sjálfum sér.

Mikil þörf er fyrir fólk með menntun sem þessa í íslensku atvinnulífi.

 

95%

velja MBA-nám til að auka færni og þróa sig í starfi.

71%

segir að kennsla á íslensku skipti máli þar sem umræður verða dýpri.

 

71%

hefur fengið launahækkun eftir að hafa lokið námi.

67%

hafa skipt um starf eða fengið stöðuhækkun eftir nám.