Aðstaða til náms

Kennslustofa HT-101

Háskóli Íslands býður MBA nemendum upp á frábæra aðstöðu fyrir kennslu, hópavinnu og til samveru nemenda. Kennt er í HT-101 en stofan er sérstaklega hönnuð til kennslu í MBA námi, með fyrsta flokks tölvu-, skjá- og hljóðkerfi.

Image
MBA-nemendur í Háskóla Íslands

MBA-rými

MBA nemar eru með sér rými til samveru á 2. hæði í Gimli (G-207) með kaffiaðstöðu, setustofu og vel útbúnu fundarherbergi.

Image
MBA-rými í Gimli

Kjarval

Allir nemendur í MBA-námi við Háskóla Íslands eru með aðgang að Vinnustofu Kjarvals frá klukkan 16:00 á virkum dögum og frá klukkan 11:00 um helgar. Þar geta nemendur bókað fundarherbergi og notað opnu aðstöðuna til þess að læra og vinna hópaverkefni eða til félagsstarfs.

Image
Vinnustofa Kjarval

Verslun og veitingar

Á háskólasvæðinu er að finna fjölda sölustaða Hámu sem býður upp á fjölbreyttar veitingar. Veitingastaði er einnig að finna í Veröld - húsi Vigdísar og Stúdentakjallaranum. Þá býður Bóksala stúdenta upp á úrvals kaffi frá Te og Kaffi. 

Image
Kaffi Gaukur, Veröld - Hús Vigdísar