Lokaverkefni

Í lok Executive MBA-námsins vinna nemendur hagnýtt lokaverkefni þar sem þeim gefst tækifæri til að kafa dýpra inn á sitt áhugasvið undir handleiðslu leiðbeinenda sem hafa sérþekkingu á viðkomandi sviði.

Fjölbreytni einkennir þessi verkefni og hafa þau verið unnin fyrir ólíkar atvinnugreinar:

  • Nýsköpunarverkefni
  • Rannsóknarverkefni
  • Hagkvæmnisathuganir
  • Þróun viðskiptahugmynda eða innleiðingarverkefni 
  • Verkefni í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir í íslensku atvinnulífi

Fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að hafa samband við Executive MBA-námið ef forsvarsmenn þeirra hafa áhuga á að fá nemendur til að vinna að verkefnum í tengslum við reksturinn.

Vinna við lokaverkefni hefst strax við upphaf síðasta misseris námsins og vinna nemendur að verkefninu út misserið.