Af hverju MBA?

MBA-námið er hagnýtt meistaranám þar sem nemendur virkja kraftinn til þess að takast á við áskoranir, hljóta þjálfun á sviði viðskipta og rekstrar auk þess að efla persónulega færni sína. MBA-námið veitir nýjar forsendur til starfsframa og er í sterkum tengslum við íslenskt viðskiptalíf.

Í MBA náminu kynnast nemendur íslensku atvinnulífi á víðtækan hátt. Kennarar námsins hafa sérþekkingu á íslensku atvinnulífi gegnum eigin rannsóknir og ráðgjöf.

Markvisst er stefnt að því að hvert námskeið í MBA náminu sé bæði framúrskarandi og metnaðarfullt.

Skoðaðu kynningarbækling MBA-námsins

Mynd
Kynningarbæklingur MBA náms við Háskóla Íslands

Leiðtogar og fjórða iðnbyltingin

Við viljum að nemendur okkar séu meðvitaðir um áskoranir sem ný tækni, aukin sjálfvirknivæðing og gervigreind hafa í för með sér. Ábyrgir leiðtogar:

  • Láta sig heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna varða.
  • Sjá tækifæri í því að vera hluti af lausninni - fremur en hluti af vandanum.
  • Vilja að fyrirtækin vaxi og dafni í sátt við umhverfið og samfélagið.
  • Átta sig á því að ábyrgur rekstur leiðir til bættrar samkeppnisstöðu.
Mynd
Vélmenni með MBA-bolla