MBA nám
MBA-námið er hagnýtt og krefjandi meistaranám á sviði viðskipta þar sem nemendur virkja kraftinn til þess að takast á við nýjar áskoranir.
MBA-námið er leiðtoganám sem eflir þekkingu, persónulega færni og frumkvæði. Í náminu er forystuhlutverkið greint út frá mörgum sjónarhornum, einkum með tilliti til þess hvernig leiðtogar geta náð árangri í rekstri og samkeppnisforskoti með áherslu á sjálfbærni og stafræna þróun.
MBA-námið veitir nýjar forsendur til starfsframa og er í sterkum tengslum við íslenskt viðskiptalíf.

95%
velja MBA-nám til að auka færni og þróa sig í starfi.
71%
segir að kennsla á íslensku skipti máli þar sem umræður verða dýpri.
71%
hefur fengið launahækkun eftir að hafa lokið námi.
67%
hafa skipt um starf eða fengið stöðuhækkun eftir nám.