Af hverju MBA frá Háskóla Íslands?

Executive MBA-gráða frá Háskóla Íslands veitir afbragðsundirbúning til að mæta krefjandi verkefnum á sviði nýsköpunar og stjórnunar, bæði í einkarekstri og hjá hinu opinbera.

Háskóli í fremstu röð

Háskóli Íslands er eini háskóli landsins sem kemst á báða virtustu lista heims yfir þá skóla sem hæst eru metnir á alþjóðavettvangi. Þeir eru ShanghaiRanking Consultancy og Times Higher Education World University Rankings. Báðir listarnir taka til rannsókna, kennslu og áhrifa í alþjóðlegu vísindasamfélagi.

Þá sýndi annar listi á vegum tímaritsins Times Higher Education, sem nefnist University Impact Rankings og var birtur í fyrsta sinn á vormánuðum 2019, að árið 2022 er Háskóli Íslands í sæti 401-600 yfir þá háskóla í heiminum sem hafa mest samfélagsleg og efnahagsleg áhrif út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Alþjóðlega vottað nám

Executive MBA-námið við Háskóla Íslands er alþjóðlega viðurkennt nám (accreditation) frá Association of MBA´s (AMBA). AMBA eru óháð samtök sem hafa það að markmiði að efla gæði menntunar á sviði stjórnunar og reksturs. Um er að ræða eina virtustu viðurkenningu sem hægt er að fá fyrir Executive MBA-nám, en rúmlega 300 skólar í heiminum hafa hlotið slíka viðurkenningu. Alþjóðlega vottunarferlið nær yfir eftirfarandi sex gæðavíddir:

  • Tengsl námsins við háskólaumhverfið
  • Hæfni kennara og gæði kennslu
  • Stjórnun og þjónusta við nemendur
  • Bakgrunnur nemenda
  • Tilgangur námsins, markmið og hæfniviðmið
  • Námskrá og skipulag námsins
Image
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í tíma með MBA-nemendum

Tengsl við atvinnulíf

Executive MBA-námið veitir nýjar forsendur til starfsframa og er í sterkum tengslum við íslenskt viðskiptalíf.

Háskóli Íslands leggur mikla áherslu á öflug tengsl við íslenskt samfélag og atvinnulíf. Leitast er þannig við að stuðla að virkri uppbyggingu atvinnulífsins með nýsköpun þekkingar.

Tengsl Executive MBA-námsins við íslenskt atvinnulíf eru margþætt.

  • Nemendur vinna meðal annars verkefni í samvinnu við aðila í íslensku viðskiptalífi
  • Gestafyrirlesarar úr atvinnulífinu koma í kennslustundir
  • Viðburðir eru haldnir á vegum Executive MBA-námsins

Lestu meira um tengsl námsins við atvinnulífið.

Image
MBA-nemendur í tíma

Samstarf við IESE

Námsferð til IESE á Spáni (kostnaður vegna ferðar er ekki innifalinn í námsgjöldum).

Kennararnir í náminu hafa hlotið menntun víða um heim og margir hverjir hafa starfað á alþjóðavettvangi.

Lestu meira um alþjóðleg tengsl MBA-námsins.

Image