Skipulag náms
Skipulag námsins miðast við að nemendur geti sinnt námi sínu meðfram starfi. Kennsla fer að öllu jöfnu fram aðra hverja viku á föstudögum og laugardögum kl. 9–17. Námið hefst um miðjan ágúst með valkvæðu fjögurra tíma excel námskeiði og valkvæðu fjögurra tíma námskeiði í reikningshaldi. Því næst taka við níu námskeið á fyrra námsárinu og sjö á því seinna, auk lokaverkefnis.
Kennt á íslensku
Að jafnaði er kennt á íslensku, fyrir utan námskeiðið sem kennt er hjá IESE og námskeið þar sem erlendir gestakennarar koma að kennslu.
Námið byggir á þátttöku nemenda, þar sem gagnrýnar umræður eiga sér stað og farið er djúpt í ólík málefni og námsgreinar.
Kennslugreinar í Executive MBA-námi má betur sjá hér fyrir neðan.
„Að kenna á íslensku gerir námið, samskiptin og samtalið svo miklu gagnlegra.“ Skúli Sigurður Ólafsson – MBA 2021
Lokaverkefni
Í lok Executive MBA-námsins vinna nemendur hagnýtt lokaverkefni þar sem þeim gefst tækifæri til að kafa dýpra inn á sitt áhugasvið undir handleiðslu leiðbeinenda sem hafa sérþekkingu á viðkomandi sviði.
Vinna við lokaverkefni hefst strax við upphaf síðasta misseris námsins og vinna nemendur að verkefninu út misserið.
Í lokaverkefnum gefst nemendum tækifæri til þess að nýta þekkingu sína úr öðrum námskeiðum og ljúka náminu með því að vinna að verkefni í tengslum við sitt áhugasvið.
Skipulag
- Executive MBA-námið er tveggja ára nám sem skiptist niður í fjögur misseri
- Að jafnaði eru kennd fjögur námskeið á hverju misseri, tvö námskeið í senn
- Námstíminn er 19 kennslumánuðir á 21 mánaðar tímabili
- Kennsla hefst í ágúst og stendur fram til mánaðamóta maí/júní
- Kennsla fer að langmestu leyti fram á íslensku - flestar kennslubækur eru á ensku
- Executive MBA-námið svarar til 90 ECTS háskólanáms á meistarastigi og er hægt að sækja um lán fyrir skólagjöldum hjá Menntasjóði námsmanna
- Námið er samansett af 17 námskeiðum