Umsagnir nemenda

Reynir Stefánsson

„Að velja MBA námið hjá Háskóla Íslands var auðveld ákvörðun fyrir mig. Sterk tengsl við íslenskt atvinnulíf og samstarf við framúrskarandi erlenda háskóla gerir námið að spennandi kosti fyrir mig. Fyrirkomulag kennslu er gott og að námið sé á íslensku gerir umræður betri og dýpri.  Raun dæmi í kennslu frá íslensku atvinnulífi gerir það að verkum að skemmtilegt er að takast á við krefjandi nám“.

Image
Reynir Stefánsson

Sunna Hrönn Sigmarsdóttir

„Ég valdi að fara í MBA-nám í Háskóla Íslands vegna einstaklega góðra umsagna vina og samstarfsfélaga um námið. Það er einnig mikilvægt að skólar þrói námsefni og námsaðferðir í samráði við nemendur svo að námið nýtist nemendum sem best en það hefur Háskóli Íslands gert. Að auki er einstakt tækifæri að fá að sækja tíma í erlendum háskólum eins og Yale School of Management og IESE.“

Image
Sunna Hrönn Sigmarsdóttir

Gestur Kolbeinn Pálmason

„Ég valdi námið vegna þess að ég var sérstaklega spenntur fyrir samstarfinu við erlendu háskólana IESE og YALE. Eftir að hafa legið yfir ólíkum námsleiðum til meistaraprófs var það mín niðurstaða að fyrirkomulagið á MBA náminu í HÍ væri hagkvæm leið til að klára nám á meistarastigi með góðu aðhaldi en án þess að missa úr vinnu. Það skipti mig líka máli að vera með ólíkum hópi fólks, alls staðar að úr íslensku atvinnulífi með mikla reynslu sem það væri tilbúið að deila.“

Image
Gestur Kolbeinn Pálmason

Sveinbjörg B Sveinbjörnsdóttir

„Háskóli Íslands varð fyrir valinu fyrst og síðast vegna YALE og IESE námsins sem var í boði, ásamt því sem íslensku kennararnir eru með afburða fræðilegan grunn og mikil og virt tengsl við íslenskt viðskiptalíf.“

Image
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

Reynir Leósson

Forstöðumaður Viðskiptastýringar fyrirtækja hjá VÍS

„Að kennsla fari fram á íslensku skipti mig máli þegar ég valdi námið. Að eiga samræður á íslensku gefur meiri dýpt en að sama skapi er mikill kostur að sitja námskeið í erlendum háskólum.“

Image
Reynir Leósson

Hafdís Hrönn Ottósdóttir

Skrifstofustjóri rekstrar og innri þjónustu hjá heilbrigðisráðuneytinu

„MBA-námið er nútímalegt, krefjandi og metnaðarfullt. Það byggir á virkri þátttöku nemenda sem koma víða að úr atvinnulífinu. Áhersla er lögð á hagnýt verkefni. Það er einstakt tækifæri að stunda námið við Háskóla Íslands sem er í hópi bestu háskóla í Evrópu.“

Image
Hafdís Hrönn Ottósdóttir

Alma Tryggvadóttir

Persónuverndarfulltrúi Landsbankans

„Ég fékk góða innsýn í fjármál og rekstur fyrirtækja auk þess sem ég öðlaðist mun betri sýn á eigin styrkleika og veikleika sem er lykilatriði þegar kemur að ákvarðanatöku og því að takast á við og leiða flókin verkefni.“

Image
Alma Tryggvadóttir

Sigurbjörn Ingimundarson

Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins

„Námið veitti mér aðgang að fjölmörgum hagnýtum verkfærum sem hafa nýst mér bæði í leik og starfi. Reynslumiklir gestafyrirlesarar úr íslensku atvinnulífi miðluðu þekkingu sinni af einstakri lagni til nemenda. Ég get hiklaust mælt með MBA-náminu fyrir þá sem vilja efla tengslanetið og auka færni sína í því að takast á við krefjandi áskoranir.“

Image
Sigurbjörn Ingimundarson

Umsagnir nemenda