Umsagnir nemenda

Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir

„Samstarf við IESE var spennandi kostur. Ég hafði einnig heyrt góða hluti um námið frá fyrrverandi nemendum og þær tengingar sem þau höfðu myndað eftir námið.
Ég hef nú þegar náð að nýta mér námið í minni vinnu og finnst ég hafa mun fleiri verkfæri en áður til að takast á við verkefni í vinnunni og lífinu“.

Image
Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir

Birkir Karl Sigurðsson

„Mig langaði í krefjandi meistaranám sem myndi henta vel með vinnu. Ég tók BSc í HR þannig að mig langaði að prófa HÍ líka þannig að ég ákvað að taka Executive MBA námið við Háskóla Íslands.
Fyrstu vikurnar hafa verið algjörlega frábærar - skemmtilegir kennarar og nemendur. Er ótrúlega spenntur fyrir þessu. Hvet alla sem hafa tök á að íhuga MBA námið við Háskóla Íslands.
Námið er í senn krefjandi og áhugavert og lærdómsríkt“.

Image
Birkir Karl Sigurðsson

Sóley Elíasdóttir

„Ég var búin að vera að velta MBA námi fyrir mér í nokkur ár og núna í haust var rétti tíminn kominn fyrir þessa áskorun. Ég valdi Háskóla Íslands m.a. vegna þess að námið er að mestu kennt á íslensku og ég tel að umræður verði meiri og dýpri því íslenska er okkar móðurmál. 
Námið leggst mjög vel í mig. Mér finnst virkilega gaman að mæta í skólann og hitta samnemendur mína sem eru svo ólík og líka á mjög ólíkum stað í atvinnulífinu“.

Image
Sóley Elíasdóttir

Þ. Karen Þórólfsdóttir

„Það var kominn tími fyrir nýjar áskoranir skapa tengsl og vaxa sem manneskja og ég sá fram á að allt þetta fengi ég út úr MBA námi. Ástæður þess að ég valdi að fara í HÍ eru helst, mikil tengsl við íslenskt atvinnulíf, sú reynsla og þekking sem kennarar og starfsfólk búa yfir og það að námið fer fram á íslensku. 
Námið leggst mjög vel í mig og ég hlakka til helganna þegar við erum í skólanum. Hópurinn okkar náði frá fyrstu helgi afskaplega vel saman og ég horfi til þess með tilhlökkun að fá að læra með þeim næstu tvö árin“.

Image
Þ. Karen Þórólfsdóttir

Steinunn Arna Jóhannesdóttir

„Þegar það kom að því að setja í annan gír og velja stjórnendanám valdi ég MBA í Háskóla Íslands fram yfir aðra skóla þar sem það er kennt á íslensku. Þar sem ég er ekki með bakgrunn úr viðskiptum, skipti það mig miklu máli að geta tjáð mig á íslensku til að dýpka skilning minn á efninu. Námið er mjög metnaðarfullt og fær maður tækifæri til að vinna með fólki úr fjölbreyttum atvinnugreinum. Kennararnir eru hópur sérfræðinga með breiðan bakgrunn sem koma með áhugaverð raundæmi úr íslensku atvinnulífi sem hjálpar nemendum að setja námsefnið í samhengi.  Í náminu hef ég kynnst ólíkum hópi einstaklinga með sterk tengslanet og hlakkar mig til að fara í gegnum þetta ferðalag með þeim. Námið leggst mjög vel í mig og hefur hingað til uppfyllt allar mínar væntingar og kröfur. Öll umgjörð er til fyrirmyndar, virkilega fagleg og metnaðarfull“.

Image
Steinunn Arna Jóhannesdóttir

Reynir Stefánsson

„Að velja MBA námið hjá Háskóla Íslands var auðveld ákvörðun fyrir mig. Sterk tengsl við íslenskt atvinnulíf og samstarf við framúrskarandi erlenda háskóla gerir námið að spennandi kosti fyrir mig. Fyrirkomulag kennslu er gott og að námið sé á íslensku gerir umræður betri og dýpri.  Raun dæmi í kennslu frá íslensku atvinnulífi gerir það að verkum að skemmtilegt er að takast á við krefjandi nám“.

Image
Reynir Stefánsson

Sunna Hrönn Sigmarsdóttir

„Ég valdi að fara í MBA-nám í Háskóla Íslands vegna einstaklega góðra umsagna vina og samstarfsfélaga um námið. Það er einnig mikilvægt að skólar þrói námsefni og námsaðferðir í samráði við nemendur svo að námið nýtist nemendum sem best en það hefur Háskóli Íslands gert. 

Image
Sunna Hrönn Sigmarsdóttir

Gestur Kolbeinn Pálmason

Eftir að hafa legið yfir ólíkum námsleiðum til meistaraprófs var það mín niðurstaða að fyrirkomulagið á MBA náminu í HÍ væri hagkvæm leið til að klára nám á meistarastigi með góðu aðhaldi en án þess að missa úr vinnu. Það skipti mig líka máli að vera með ólíkum hópi fólks, alls staðar að úr íslensku atvinnulífi með mikla reynslu sem það væri tilbúið að deila“.

Image
Gestur Kolbeinn Pálmason

Sveinbjörg B Sveinbjörnsdóttir

„Háskóli Íslands varð fyrir valinu meðal annars vegna þess að slensku kennararnir eru með afburða fræðilegan grunn og mikil og virt tengsl við íslenskt viðskiptalíf“.

Image
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

Reynir Leósson

Forstöðumaður Viðskiptastýringar fyrirtækja hjá VÍS

„Að kennsla fari fram á íslensku skipti mig máli þegar ég valdi námið. Að eiga samræður á íslensku gefur meiri dýpt en að sama skapi er mikill kostur að sitja námskeið í erlendum háskóla.“

Image
Reynir Leósson

Hafdís Hrönn Ottósdóttir

Skrifstofustjóri rekstrar og innri þjónustu hjá heilbrigðisráðuneytinu

„MBA-námið er nútímalegt, krefjandi og metnaðarfullt. Það byggir á virkri þátttöku nemenda sem koma víða að úr atvinnulífinu. Áhersla er lögð á hagnýt verkefni. Það er einstakt tækifæri að stunda námið við Háskóla Íslands sem er í hópi bestu háskóla í Evrópu.“

Image
Hafdís Hrönn Ottósdóttir

Alma Tryggvadóttir

Persónuverndarfulltrúi Landsbankans

„Ég fékk góða innsýn í fjármál og rekstur fyrirtækja auk þess sem ég öðlaðist mun betri sýn á eigin styrkleika og veikleika sem er lykilatriði þegar kemur að ákvarðanatöku og því að takast á við og leiða flókin verkefni“.

Image
Alma Tryggvadóttir

Sigurbjörn Ingimundarson

Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins

„Námið veitti mér aðgang að fjölmörgum hagnýtum verkfærum sem hafa nýst mér bæði í leik og starfi. Reynslumiklir gestafyrirlesarar úr íslensku atvinnulífi miðluðu þekkingu sinni af einstakri lagni til nemenda. Ég get hiklaust mælt með MBA-náminu fyrir þá sem vilja efla tengslanetið og auka færni sína í því að takast á við krefjandi áskoranir“.

Image
Sigurbjörn Ingimundarson