Persónuleg hæfni og stjórnendaþjálfun

Með MBA-náminu er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu og færni í að leiða flókin verkefni og undirbúning til að takast á við stjórnunarstörf af margvíslegum toga.

Á námsleiðinni eru margs konar krefjandi úrlausnarefni, bæði persónuleg og fagleg; t.d. að geta tjáð sig með afgerandi hætti, taka af skarið, sýna frumkvæði og eldmóð, ganga á móti straumnum, verja erfiðar ákvarðanir, klára verkefni undir tímapressu og nálgast málin frá siðferðislegu sjónarhorni.

Rauði þráðurinn er að styrkja frumkvæði og færni nemenda á öllum sviðum námsins svo þeir geti betur nýtt þekkingu sína.

Bakgrunnur nemenda er ólíkur og mikið er lagt upp úr því að hver og einn nýti sína reynslu sem best, geti lagt mat á aðstæður hverju sinni og uppgötvi í leiðinni nýja persónulega eiginleika.

Í leiðtogastarfi reynir ekki síst á skilvirka ákvarðanatöku með tilheyrandi greiningu gagna og mati valkosta.