Executive MBA og Deloitte bjóða MBA nemendum og fyrrum nemendum MBA námsins upp á sérsniðið tveggja daga námskeið um stjórnarsetu dagana 23.-24. maí. Námskeiðið ber yfirskriftina „Viltu taka sætið?“
Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum mikilvæga innsýn í helstu þætti stjórnarstarfa og hvernig stjórnendur geta undirbúið sig til þess að takast á við ábyrgð og áskoranir í stjórnar- og stefnumótunarhlutverki. Á meðal efnis á dagskrá má nefna kynningu á hlutverki, ábyrgð og skyldum stjórnarmanna, umfjöllun um stjórnarsetu í skráðum félögum og fjármálafyrirtækjum, skattalega ábyrgð stjórnarmanna, og hlutverk þeirra við endurskipulagningu fyrirtækja. Einnig verður fjallað um innra eftirlit og sjálfbærni í starfi stjórna.
Ásta Dís Óladóttir, Haukur Camillus Benediktsson og Gylfi Magnússon frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands miðla af reynslu sinni og góðir gestir á borð við Hrönn Greipsdóttur og Ólafíu B. Rafnsdóttur deila innsýn sinni sem og stjórnendur Deloitte. Námskeiðið býður jafnframt upp á tengslamyndun og samtal við aðra þátttakendur yfir léttum veitingum.
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á mba@hi.is.
