Í dag hóf nýr árgangur MBA nemenda nám við Háskóla Íslands. Bekkurinn samanstendur af 36 nemendum með fjölbreyttan bakgrunn og ólíka reynslu úr atvinnulífinu.
Nýr rektor Háskóla Íslands, Dr. Silja Bára Ómarsdóttir bauð nemendur velkomin og deildi hagnýtnum ráðum fyrir þá tveggja ára vegferð sem nú er hafin.
Gestur Pálmason, MBA 2022 og markþjálfi, leiddi nemendur í gegnum lifandi vinnustofu um persónulega færni og hópefli, þar sem þátttakendur fengu tækifæri til að kynnast betur og styrkja tengsl sín.
Árgangur 2026 hóf um leið seinna árið sitt náminu en þar er alls 31 nemandi. Það eru því 67 nemendur sem stunda nú Executive MBA nám við Háskóla Íslands.
Deginum lauk með haustfagnaði MBA nemenda, þar sem árgangarnir hittust, deildu reynslu og styrktu tengsl sín.
Við hlökkum til að kynnast nýjum nemendum og bjóðum þau velkomin í MBA hópinn og Háskóla Íslands.

