MBA nemar áttu enn eitt stefnumótið við atvinnulífið en í þetta sinn var gestur okkar Sveinn Sölvason nýráðinn forstjóri Össurar. ,,Ég tek við fyrirtæki í góðum rekstri og er með mjög gott fólk með mér. Engar viðamiklar eða aðkallandi breytingar eru framundan en fyrirtækið er stöðugt að þróast og þannig verður það áfram” sagði Sveinn Sölvason aðspurður að því hvernig það legðist í hann að taka við keflinu af Jóni Sigurðssyni sem hefur verið forstjóri í 26 ár. Sveinn sagði nemendum frá fyrirtækinu, sínum störfum og starfsframa.

Það er einnig gaman að segja frá því að Sveinn situr í fagráði MBA námsins.

Image