Ráðstefnan Viðskipti og vísindi er nú haldin í annað sinn dagana 11. til 15. mars. Á ráðstefnunni miðla m.a. kennarar úr Executive MBA náminu fræðilegri þekkingu og rannsóknarniðurstöðum. Fimmtudaginn 14. mars mun Sigrún Gunnarsdóttir, prófessor við Viðskiptafræðideild, fjalla um gervigreind og leiðtogann en Executive MBA námið mun einmitt bjóða upp á námskeið um sama viðfangsefni á vormisseri 2025.

Image