Ný stjórn Executive MBA-náms við Háskóla Íslands og Viðskiptafræðistofnunar tók til starfa þann 1. júlí sl. 

Formaður stjórnar er Ásta Dís Óladóttir, prófessor og varaformaður er Haukur C. Benediktsson, lektor og framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Þau hafa verið í stjórninni frá 2021.

Ný koma inn í stjórn þau Gylfi Magnússon, prófessor í Viðskiptafræðideild, Haukur Freyr Gylfason, lektor í Viðskiptafræðideild og Gyða Hlín Björnsdóttir, MBA, ráðgjafi og stjórnarkona en hún er fulltrúi útskrifaðra nemenda.

Image