Við hátíðarathöfn Executive MBA við Háskóla Íslands eru veittar viðurkenningar til framúrskarandi nemenda.
Viðskiptafræðistofnun verðlaunar þann nemanda sem hlýtur hæstu meðaleinkunnina í náminu hverju sinni sem og semi-dúx.


Stjórn MBA námsins og starfsfólk veit hversu miklu máli skiptir að vanda vel valið á þeim einstaklingum sem teknir eru inn í námið, því nemendur læra ekki síður jafn mikið hvert af öðru eins og af kennurum og gestum. Þau sem skara fram úr í náminu eiga það sameiginlegt að sýna einlægni í samskiptum, samstarfsvilja og styrk í forystuhlutverkum. Sá sem best reynist í samstarfi með öðrum þarf að geta sameinað hópinn og stuðlað að uppbyggilegri samvinnu. Sá sem sker sig úr í samskiptum einkennist af hlustun, skýrleika og nærveru. Og sá sem sýnir mesta forystu skarar fram úr með framtakssemi, ábyrgð og hæfni til að hafa jákvæð áhrif á hópinn.




Við hátíðarathöfn Executive MBA nema við Háskóla Íslands eru veitt verðlaun fyrir besta lokaverkefnið en það er MBA HÍ Alumni félagið sem velur það verkefni sem best þykir hverju sinni.
Í umsögn frá MBA Alumni um val á besta lokaverkefni árið 2025 segir meðal annars:
„Verkefni sem til greina koma eru valin í samráði við stjórnendur námsins, sem fá ábendingar frá leiðbeinendum og prófdómurum. Það er ljóst að þetta er einstaklega öflugur útskriftarárgangur sem gerði valið okkar sérstaklega erfitt í ár og komu nokkur frábær verkefni til greina."
„Við val sitt horfði valnefndin til hagnýts gildis verkefnisins, hvernig verkfærin úr náminu væru nýtt og unnið væri með tengsl og samstarf við íslenskt atvinnulíf. Það sem er einkar áhugavert við verkefnið er að það hefur víðtæka skírskotun og nýtist þannig ekki einungis því fyrirtæki sem fjallað er um heldur einnig öðrum íslenskum fyrirtækjum í sömu stöðu."

Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með verðskuldaðar viðurkenningar.