Við hátíðarathöfn Executive MBA við Háskóla Íslands eru veittar viðurkenningar til framúrskarandi nemenda.
Viðskiptafræðistofnun verðlaunar þann nemanda sem hlýtur hæstu meðaleinkunnina í náminu hverju sinni sem og semi-dúx.
Titill
Helga Hrönn Jónasdóttir, dúx í Executive MBA 2023 - 2025
Dúxinn í Executive MBA náminu 2023–2025 er Helga Hrönn Jónasdóttir sem var með hæstu meðaleinkunnina og ágætiseinkunn.

Titill
Gísli Kristjánsson, semi-dúx
Gísli Kristjánsson, er semi-dúx, einnig með ágætiseinkunn.

Stjórn MBA námsins og starfsfólk veit hversu miklu máli skiptir að vanda vel valið á þeim einstaklingum sem teknir eru inn í námið, því nemendur læra ekki síður jafn mikið hvert af öðru eins og af kennurum og gestum. Þau sem skara fram úr í náminu eiga það sameiginlegt að sýna einlægni í samskiptum, samstarfsvilja og styrk í forystuhlutverkum. Sá sem best reynist í samstarfi með öðrum þarf að geta sameinað hópinn og stuðlað að uppbyggilegri samvinnu. Sá sem sker sig úr í samskiptum einkennist af hlustun, skýrleika og nærveru. Og sá sem sýnir mesta forystu skarar fram úr með framtakssemi, ábyrgð og hæfni til að hafa jákvæð áhrif á hópinn.
Titill
Sá sem samnemendur lærðu mest af
Nemendur völdu Sóleyju Elíasdóttur. Um hana sögðu þau ,,Með spurningum sínum og skapandi nálgun ýtti hún undir að skoða nýjar leiðir, brjóta upp hefðbundnar aðferðir og finna lausnir sem annars hefðu farið fram hjá okkur. Hún hefur verið óeigingjörn að deila upplýsingum um þá vegferð sem hún og fyrirtækið hennar standa frammi fyrir. Sóley er skemmtileg og hefur komið með gleði og jákvæðni í bekkinn.“

Titill
Sá nemandi sem best var að vinna með í náminu
Samnemendur völdu Ragnar Þór Bjarnason sem þann einstakling er þeim þótti best að vinna með í náminu. Þau sögðu: ,,Hann er þolinmóður, klár og skipulagður. Það er mjög þægilegt að vinna með Ragnari. Hann er mjög samviskusamur og naskur á að fókusa á það sem skiptir máli.“

Titill
Með bestu samskiptafærnina
Samnemendur völdu nemendur Styrmi Hafliðason sem þann einstakling sem þeim fannst sýna bestu samskiptafærnina. Þau sögðu m.a. þetta um Styrmi: „Hann hlustar virkilega á aðra, spyr spurninga til að tryggja skilning og gefur uppbyggjandi endurgjöf. Hann er yfirvegaður og hefur góða nærveru. Styrmir er góður hlustandi.“

Titill
Með bestu forystuhæfileikana
Nemendur völdu Elísabetu Árnadóttur sem þann einstakling í náminu sem hafði að þeirra mati bestu samskiptafærnina. Um Elísabetu sögðu samnemendur: „Það er gott að vinna með henni og hún er óhrædd að taka á málum. Hún sýnir drifkraft og er alltaf yfirveguð og hvetjandi. Elísabet hlustar, er til staðar og er náttúrulegur leiðtogi.“

Við hátíðarathöfn Executive MBA nema við Háskóla Íslands eru veitt verðlaun fyrir besta lokaverkefnið en það er MBA HÍ Alumni félagið sem velur það verkefni sem best þykir hverju sinni.
Í umsögn frá MBA Alumni um val á besta lokaverkefni árið 2025 segir meðal annars:
„Verkefni sem til greina koma eru valin í samráði við stjórnendur námsins, sem fá ábendingar frá leiðbeinendum og prófdómurum. Það er ljóst að þetta er einstaklega öflugur útskriftarárgangur sem gerði valið okkar sérstaklega erfitt í ár og komu nokkur frábær verkefni til greina."
„Við val sitt horfði valnefndin til hagnýts gildis verkefnisins, hvernig verkfærin úr náminu væru nýtt og unnið væri með tengsl og samstarf við íslenskt atvinnulíf. Það sem er einkar áhugavert við verkefnið er að það hefur víðtæka skírskotun og nýtist þannig ekki einungis því fyrirtæki sem fjallað er um heldur einnig öðrum íslenskum fyrirtækjum í sömu stöðu."
Titill
Viðurkenning fyrir besta lokaverkefni MBA nema 2025
Verkefnið sem varð fyrir valinu í ár heitir „Stefnumótun fyrir útflutning COLLAB til Danmerkur. Næsti einhyrningur Íslands?“ og er höfundur þess Erna Hrund Hermannsdóttir. Ritgerðin fjallar um stefnumótandi nálgun við útflutning COLLAB og hefur það að markmiði að kortleggja þau skref sem nauðsynleg eru til vaxtar á alþjóðlegum markaði.

Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með verðskuldaðar viðurkenningar.