Executive MBA-námið hefur hlotið fimm ára endurnýjun á alþjóðlegri vottun frá AMBA (Association of MBAs). Sú staðreynd endurspeglar það öfluga og faglega starf sem unnið hefur verið að síðustu ár, bæði í kennslu, námskrárvinnu og þjónustu við nemendur.
AMBA eru óháð samtök með það markmið að efla gæði menntunar á sviði stjórnunar og reksturs. Vottun frá AMBA er ein virtasta viðurkenning sem hægt er að fá fyrir Executive MBA-nám, tæplega 300 skólar í heiminum hafa hlotið slíka viðurkenningu.
Alþjóðlega vottunarferlið nær yfir margvíslega þætti námsins, þar á meðal:
•Tengsl námsins við háskólaumhverfi og atvinnulíf
•Hæfni kennara og gæði kennslu
•Stjórnun og þjónustu við nemendur
•Tilgang námsins, markmið og hæfniviðmið
•Námskrá og skipulag námsins
•Bakgrunn nemenda
Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu sem staðfestir stöðu Executive MBA-námsins sem leiðandi nám fyrir stjórnendur sem vilja efla hæfni sína og auka áhrif í starfi.
