Header Paragraph

Brautskráning Executive MBA nema - árgangur 2023

Image
Útskriftarárgangur 2023 fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands

Laugardaginn 24. júní brautskráðust 27 nemendur með Executive MBA gráðu frá Háskóla Íslands og var því fagnað við hátíðlega athöfn. Við lítum stolt yfir þennan frábæra nýútskrifaða hóp MBA-nemenda og hlökkum til að fylgjast með þeim koma menntun sinni í gagnið í atvinnulífinu. Um leið fögnum við því hve tengslanet MBA-náms við Háskóla Íslands vex og dafnar með hverjum árgangi.

 

Stjórn og starfsfólk Viðskiptafræðistofnunar þakkar fyrir samveruna síðastliðin tvö ár og óskar brautskráðum Executive MBA nemendum innilega til hamingju með daginn og áfangann.

 

Image
Útskriftarárgangur 2023
Image
Hópur útskriftarnema árgangur 2023
Image
Hópur útskriftarnema árgangur 2023 fyrir utan aðalbyggingu