3. misseri

Námskeiðslýsing þriðja misseris á öðru ári MBA-námsins.

Lota 5

Í námskeiðinu verður kennt að taka saman upplýsingar um markaðinn og vörumerki sem og sýnt fram á hverju markaðsstarf getur áorkað. Markaðsstefna og aðgerðir tengdar henni verða kynntar og fjallað um hvernig innleiða ber markaðsstefnuna á árangursríkan hátt. Veitt verður innsýn í áhrif vörumerkja á daglegt líf neytenda sem og á rekstur fyrirtækja. Þá mun námskeiðið hvetja nemendur til að beita gagnrýninni hugsun um stefnur, tæki og tól sem gagnast geta við að byggja upp vörumerki, viðhalda þeim og verja þau.

 

  • Skipulag markaðsstarfs
  • Framtíð markaðsstarfs
  • Markaðsstefna
  • Markaðsáætlanir

Í námskeiðinu er fjallað um ýmis atriði sem auka færni nemenda við að greina flókin viðfangsefni og vinna með tölur til að undirbyggja ákvarðanir. Annars vegar er fjallað um sálfræðilegan bakgrunn ákvarðanatöku og hins vegar er farið í ýmis verkfæri sem geta nýst, meðal annars ákvörðunartré og helstu aðferðir í tölfræði.

• Úrlausn flókinna viðfangsefna
• Helstu tölfræðiaðferðir
• Ákvarðanir einstaklinga og hópa
• Gagnagreining
• Upplýsingastjórnun

Lota 6

Viðfangsefni námskeiðsins er nýsköpun, ný tækifæri, ný viðskiptalíkön og stofnun fyrirtækja. Fjallað er jöfnum höndum um nýsköpun í nýjum fyrirtækjum og í fyrirtækjum sem eiga langa sögu að baki. Sérstök áhersla er á ný verkefni þar sem von er um að hið nýja muni breyta leikreglum samkeppni. Oft er mikil óvissa um þarfir viðskiptavina og hvernig hægt er að koma til móts við þær með nýjum afurðum eða aðferðum. Í námskeiðinu læra nemendur hvernig bregðast má við þeirri óvissu. 

  • Frumkvöðlar; samskipti og samvinna stofnenda 
  • Nýsköpun í starfandi fyrirtækjum 
  • Þróun viðskiptahugmyndar 
  • Viðskiptalíkön í nútíð og framtíð 
  • Gervigreind; tækifæri og áskoranir

Á námskeiðinu verða kenndar aðferðir til að ná athygli neytenda sem byggja á að sameina skilning á gögnum og hegðun neytenda. Nemendur munu öðlast dýpri skilning á því hvaða þættir gegna lykilhlutverki í vali og upplifun viðskiptavina á stafrænni öld. 

  • Notkun samfélagsmiðla, uppbygging markaða
  • Virðistilboð vörumerkja 
  • Gögn frá samfélagsmiðlum og CRM
  • Verkfærakista fyrir stjórnun vörumerkja