Nemendur MBA-námsins eru mætt aftur til náms eftir gott og verðskuldað jólafrí.

Vormisserið hófst formlega 9. janúar með kennslu í áföngunum Fjármál fyrirtækja, í umsjón Úlfs Viðars Níelssonar, prófessors, og Stjórnun og samskipti, í umsjón Gylfa Dalmanns, prófessors. Námskeiðin tilheyra 3. kennslulotu.

Viku síðar mættu 2. árs nemar í sína 7. lotu en þar eru áfangarnir Alþjóðaviðskipti og Árangur í rekstri kenndir. Umsjónarkennari í Alþjóðaviðskiptum er Eyjólfur Guðmundsson og með honum kennir Katrín Sigrún Kristjana Hjartardóttir. Áfanginn Árangur í rekstri er í umsjón Magnúsar Ívars Guðfinnssonar.

Í tilefni af upphafi annarinnar var boðið upp á kaffi og nýbakað bakkelsi. 

Við hlökkum til ársins 2026 með MBA nemendum okkar og spennandi verkefna framundan.

Share