Viðurkenning fyrir besta lokaverkefni MBA nema 2024

Við hátíðarathöfn Executive MBA nema við Háskóla Íslands eru veitt verðlaun fyrir besta lokaverkefnið. 

Það er MBA HÍ Alumni félagið sem velur það verkefni sem best þykir hverju sinni og í ár voru það mæðgurnar Díana Óskarsdóttir og Karen Helga Díönudóttir sem fengu viðurkenninguna. Verkefnið þeirra ber heitið „Samfélag eldri borgara. Ný leið í öldrunarþjónustu sem eykur lífsgæði“.

Um leið og við óskum þeim innilega til hamingju með viðurkenninguna setjum við með hlekk á frétt um mæðgurnar og lokaverkefni þeirra sem birtist í fréttabréfi Háskóla Íslands og á heimasíðu skólans nú á dögunum. Sjá fréttina með því að smella hér.

Innilega til hamingju Díana og Karen Helga.
 

Text

Karen Helga Díönudóttir, Díana Óskarsdóttir og Pollý Hilmarsdóttir, stjórnarkona MBA HÍ Alumni.

Mynd
Image
Image