Stafræn markaðssetning er eitt þeirra 17 námskeiða sem Executive-MBA nemendur taka. Í námskeiðinu öðlast nemendur þekkingu og skilning á mikilvægi markaðsstarfs og markvissrar markaðsstefnu, markaðsaðgerða, markaðsrannsókna, vörumerkjastefnu og innri markaðssetningar. Áhersla er á stefnumótun í markaðsmálum sem og vörumerkjaaðgreiningu á markaði til að hámarka árangur.

Fjallað verður um starfræna markaðssetningu, upplifun viðskiptavina og hvernig best er að kortleggja ferðalag viðskiptavina í gegnum vörur og þjónustuupplifun, sem og nýjar áherslur í markaðssetningu með tilkomu gervigreindar.

Námskeiðið er í umsjón Helgu Þóru Eiðsdóttur, með henni kenna Andri Már Kristinsson framkvæmdastjóri Digido, Arna Þorsteinsdóttir markaðssráðgjafi og Ómar Þór Ómarsson.

Meðal gestafyrirlesara verða þær Ásta S. Fjelsted forstjóri Festi, Elín Helga Sveinbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Hvíta húsið, Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri sölu og þjónustu VÍS og Karen Ósk Gylfadóttir framkvæmdastjóri markaðs- og vörusviðs og stafrænna lausna Lyfja.

Image