Image
""

Þörf er á samhæfðum sjálfbærniviðmiðum í ferðaþjónustu!

Þetta er ein af þeim tillögum að úrbótum sem nauðsynlegt þykir að ráðast í innan ferðaþjónustunnar, samkvæmt lokaverkefni fjögurra MBA nemenda. Samkvæmt niðurstöðum þeirra virðast aðilar innan starfsgreinarinnar, þar á meðal stjórnsýslan, almennt ekki hafa fullan skilning á því hvað hugtakið sjálfbærni gengur út á.

Verkefnið gekk út á að meta stöðuna í ferðaiðnaði á Íslandi og hvort nota mætti aðferðir nýsköpunar til að styrkja stöðu sjálfbærni og bæta markaðsímynd Íslands. Þá skoðuðu þau sérstaklega hvort COVID-19 tíminn hefði verið nýttur til þess að endurskipuleggja greinina eftir hið mikla ris hennar á síðasta áratug.

Samantekt um innihald og niðurstöður verkefnisins birtist í greininni: Framtíð ferðaþjónustu á Íslandi, á Visir.is.