Skráning á rafrænan kynningarfund fyrir nýja nemendur
MBA-kynningarfundur verður haldinn 28. mars.
Fundurinn verður haldinn í rafrænu formi og hefst kl. 12:00. Tengill á fundinn verður sendur til þátttakenda daginn áður.
Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn hér fyrir neðan.
Á fundinum komum við til með að fara yfir uppbyggingu námsins og heyrum reynslusögur. Við ræðum kosti þess að velja nám með kennurum með yfirgripsmikla þekkingu á íslenska markaðnum, kynnum námsferðir til Yale og IESE og svörum öllum helstu spurningum um námið.