Námsferðir erlendis
Ár hvert er farið í námsferðir til Bandaríkjanna eða Spánar. Tilgangur þessara ferða er að gefa nemendum tækifæri á að nema við erlenda háskóla í fremstu röð og sitja þar námskeið sem eru kennd af þarlendum kennurum. Báðar þessar ferðir eru krefjandi og skemmtilegar og gefa góða innsýn í starf erlendra háskóla af hæstu gæðum.
IESE
Í mars / apríl á fyrra námsári er farið til IESE Business School í Barcelona.
Þar er kennt þriggja daga námskeið sem ber heitið The Art of Leadership. Í því námskeiði er m.a. leitað í smiðju fótboltans þar sem einn kennsludagur fer fram á fótboltavelli FC Barcelona.
IESE er í tólfta sæti yfir bestu háskóla heims samkvæmt mati Financial Times.

Yale
Í mars / apríl á seinna námsári er farið til Yale í New Haven.
Þar er kennt fjögurra daga námskeið sem ber heitið Marketing Transformation in a Digital Age.
Yale School of Management er hluti af Yale-háskóla sem er í níunda sæti yfir bestu háskóla heims samkvæmt röðun Times Higher Education 2022.
