Námsferð erlendis

Nemendur fara í námsferð til Spánar. Tilgangur þessara ferðar er að gefa nemendum tækifæri á að nema við erlendan háskóla í fremstu röð og sitja þar námskeið sem eru kennd af þarlendum kennurum. Þessi ferð er krefjandi og skemmtileg og gefur góða innsýn í starf erlends háskóla af hæstu gæðum.

IESE

Í mars / apríl á fyrra námsári er farið til IESE Business School í Barcelona.

Þar er kennt þriggja daga námskeið sem ber heitið The Art of Leadership. Í því námskeiði er m.a. leitað í smiðju fótboltans þar sem einn kennsludagur fer fram á fótboltavelli FC Barcelona.

Samstarf við IESE í Barcelona háskóla hefur mikið faglegt gildi fyrir námið í heild og setur Executive MBA-nám Háskóla Íslands í flokk þess besta.

Þá hefur IESE verið í fyrsta eða öðru sæti á heimsvísu frá árinu 2015 þegar kemur að sérsniðnum stjórnendanámskeiðum líkt og við bjóðum nemendum okkar upp á, þar sem markmiðið er að styrkja leiðtogahæfni nemenda.

Image
MBA nemendur í kennslustund í IESE