Fjórða og síðasta stefnumótið við stjórnendur í atvinnulífinu hjá annars árs MBA nemendum var haldið föstudaginn 19. nóvember síðastliðinn.

Orri Hauksson, forstjóri Símans sem einnig situr í ráðgjafaráði MBA námsins í Háskóla Íslands, ræddi við hópinn um þróun Símans og áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á starfsemi og starfsmannafjölda, ánægju viðskiptavina og hans sýn á framtíðina. Virkilega skemmtilegt stefnumót og þökkum við Orra kærlega fyrir komuna og Kristni Ingvarssyni fyrir skemmtilegar myndir.