Námskeiðið Alþjóðasamskipti í umsjón Eyjólfs Guðmundssonar, rektor við HA og fyrrverandi aðalhagfræðings CCP, hefst nú á föstudaginn. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um tækifæri á alþjóðamörkuðum og mikilvægi þeirra, hverjar eru helstu áskoranir í alþjóðaviðskiptum og hvaða greinar vaxa hraðast með aðstoð starfrænnar þjónustu og stafrænnar neyslu?
Eyjólfur, sem er með yfir 20 ára reynslu í stjórnun, gagnagreiningu og hagfræði, býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði alþjóðaviðskipta. Með þátttöku hans munu nemendur fá einstakt tækifæri til að læra af einum af fremsta sérfræðingi landsins, með sérstaka áherslu á alþjóðleg sjónarhorn og Ísland.
Image