Laugardaginn 27. júní fór fram útskrift MBA-nema eftir tveggja ára vegferð. Á þessu ferðalagi kynntust nemendur íslensku atvinnulífi á víðtækan hátt, heimsóttu Yale háskólann í Bandaríkjunum, öfluðu sér þekkingar á sviði viðskipta og rekstrar auk þess að efla persónulega færni sína.

Til hamingju kæru nemendur, við erum svo sannarlega stolt af ykkur og hlökkum til að fylgjast með ykkur í framtíðinni.