Kennarar

Kennarar í MBA-náminu skólaárið 2021-2022

Nútímalegt nám og kennsla er krefjandi samstarfsverkefni kennara og nemenda. Það á ekki síst við í MBA-námi. Námið byggir á virkri þátttöku nemenda í tímum þar sem tekist er á við raunhæf verkefni. Þar skiptir sköpum að nemendur búa yfir ríkulegri reynslu, þekkingu og verkviti. Samspil þeirra og kennara í kennslustundum skapar því eftirsóknarverð lærdómstækifæri.

Kennarar, sem að náminu koma, eru ýmist fastir kennarar við skólann, sérfræðingar úr atvinnulífinu eða erlendir kennarar.