Við bjóðum nýja MBA-nemendur velkomna til leiks á nýju skólaári og fögnum um leið þeim sem núna halda áfram frá því í vor.

Við lifum á miklum óvissutímum og aðstæður breytast ört frá degi til dags. Við viljum hins vegar fullvissa ykkur öll um að okkar verkefni verður að takast á við allar þær áskoranir sem umhverfið mun kasta í átt til okkar.

Ef það er eitthvað sem MBA-nám nýtist vel í þá er það einmitt að bregðast við nýjum aðstæðum á markaði og snúa taflinu sér í hag. Þetta verður spennandi.