Á hátíðarathöfn MBA nemenda í tilefni brautskráningar þeirra, laugardaginn 25. júní 2022 voru veittar ýmsar viðurkenningar til nemenda og kennara og óskum við þeim öllum innilega til hamingju með verðskuldaðan árangur.

Titill
Besti kennarinnn

Text

Nemendur völdu besta kennara námsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem viðkomandi kennari hlýtur þessi verðlaun, hann er að skora þrennu í ár. Hann er greinandi, fjölskyldumaður og þykir einstaklega gaman að vera úti í móa á off road hjóli. Kári Kristinsson prófessor við Viðskiptafræðideild.

Innilega til hamingju Kári!

Mynd
Image
Kári Kristinsson

Text

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hlaut tvær viðurkenningar. Annars vegar fyrir að vera sá nemandi sem aðrir nemendur töldu sig hafa lært hvað mest af og hins vegar fyrir að hafa sýnt afburða forystuhæfileika.

Innilega til hamingju Sveina!

Mynd
Image
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

Titill
Þeir nemendur sem flestum þótti best að vinna með

Text

MBA nám gengur að miklu leyti út á hópavinnu og markmiðið er að nemendur vinni með sem flestum og kynnist ólíkum einstaklingum. Þá skiptir máli að gott sé að vinna með viðkomandi. Að þessu sinni voru tveir nemendur hnífjafnir, þau Karólína Júlíusdóttir og Sigurður Grétar Ólafsson.

Innilega til hamingju bæði Karólína og Sigurður!

Mynd
Image
Karólína Júlíusdóttir og Sigurður Grétar Ólafsson

Text

MBA- alumni veitti verðlaun fyrir bestu lokaritgerðina og það var Gestur Kolbeinn Pálmason sem hlaut verðlaunin fyrir verkefnið „Sýnileiki tengsla hjá Origo með áherslu á nýsköpun skipulagsheilda og fræðilegs bakgrunns tengslanetsgreininga Complete“.

Innilega til hamingju Gestur!

Mynd
Image
Gestur Kolbeinn Pálmason tekur við verðlaunum frá MBA-alumni

Titill
Hæsta meðaleinkunnin

Text

Að þessu sinni eru það tveir einstaklingar sem voru með nákvæmlega sömu meðaleinkunn, það kemur svo sem ekkert á óvart, enda búa þeir báðir yfir miklum keppnisanda. Með hæstu meðaleinkunn eftir þessi tvö námsár eru þeir Pétur Már Ómarsson og Arnar Kári Hallgrímsson.

Innilega til hamingju Arnar og Pétur!

Mynd
Image
Arnar Kári Hallgrímsson og Pétur Már Ómarsson

Titill
Framúrskarandi samskiptahæfni

Text

Samskiptahæfni þykir afar eftirsóttur eiginleiki og nemendur völdu einn einstakling úr sínum röðum sem þeim þykir skara fram úr á sviði góðra samskipta, Gestur Kolbeinn Pálmason.

Til hamingju Gestur!

Mynd
Image
Gestur Kolbeinn Pálmason