Ágúst Þór Guðmundsson útskrifaðist með Executive MBA gráðu frá Háskóla Íslands í júní síðastliðnum. Við þau tímamót kjósa nemendur árgangsins þann nemenda sem sýndi bestu samskiptafærnina í náminu. Ágúst Þór fékk þá viðurkenningu.
Ágúst Þór segir hér frá upplifun sinni af náminu.

„Námið var spennandi og mjög gagnlegt. Ýtti mér vel út fyrir þægindarammann. Samvinnan með frábærum samnemendum, fjölbreyttur hópur kennara og gesta með ólíkan bakgrunn jók víðsýni mína. Í náminu lærðum við að setja okkur á markvissan hátt inn í skemmtileg og oft flókinn viðfangsefni sem nýtist manni alla daga í leik og starfi“.
 

Image
Ágúst Þór Guðmundsson