Ljósbrá Logadóttir útskrifaðist með Executive MBA gráðu frá Háskóla Íslands í júní síðastliðnum. Við þau tímamót kjósa nemendur árgangsins þann nemenda sem þau töldu sig hafa lært mest af í náminu.  Ljósbrá fékk þá viðurkenningu.

Ljósbrá segir hér frá upplifun sinni af náminu

„Ég upplifði MBA námið sem góða blöndu af námi í akademískum vinnubrögðum og í viðfangsefnum atvinnulífsins. Öflugur hópur samnemenda, kennara og gestafyrirlesara náðu að víkka sjóndeildarhringinn og kveikja áhuga minn á ólíkum viðfangsefnum. Fyrst og fremst hefur námið eflt mig og þroskað, ögrað mér og aukið færni mína í að greina kjarnann frá hisminu“.

Image