2. misseri

Námskeiðslýsing annars misseris á fyrra ári MBA námsins.

Lota 3

Í námskeiðinu er farið yfir helstu þætti stjórnunar sem snúa að starfsmönnum. Rætt verður um vinnustaðamenningu, mikilvægi hennar og kynntar leiðir til að mæla vinnustaðamenningu og vinna með hana skipulagsheildinni til framdráttar. Farið er ítarlega yfir ráðningar og val starfsmanna sem er einn mikilvægasti þátturinn í mannauðsstjórnun.

Fjallað verður um uppsagnir, eftirverendur og uppbyggingarstarf í kjölfar uppsagna. Farið verður yfir mannauðsstefnu, innleiðingu hennar og rætt um gildi. Loks verður komið inn á lykilþætti breytingastjórnunar, s.s. innleiðingu breytinga, viðbrögð starfsmanna í breytingum, helstu hindranir í vegi breytinga ásamt þeim hamlandi og hvetjandi kröftum sem eru að verki í breytingaferlinu. Farið verður yfir kenningar og aðferðir sem breytingastjórnun byggir á og ræddar verða algengustu lausnir og aðferðir í stjórnun breytinga.

Í námskeiðinu verður fjallað um þá tækni sem hefur reynst gagnleg við fjármálastjórnun fyrirtækja og þá innsýn sem fjármálafræðin veitir þegar leitað skal lausna á ýmsum viðfangsefnum. Lögð verður áhersla á að kynna fræðilega undirstöðuþætti í fjármálum fyrirtækja og tengja þá við atvinnulíf og fjármálamarkað á Íslandi.
 

  • Vextir og vaxtareikningur
  • Mat fjárfestingarverkefna
  • Greining skulda- og hlutabréfa
  • Áhætta og ávöxtun
  • Fjármögnun og fjármagnsskipan

Námskeiðið miðar að því að efla samningafærni þátttakenda með því að kynna helstu hugtök og kenningar í samningafærni, með virkri þátttöku í samningaæfingum og umræðum, auk greiningar samninga og samningaferla.

Lögð er áhersla á að dýpka þekkingu og skilning á samningum, samningaferlum og samningatækni, ekki hvað síst til að opna augu þátttakenda fyrir þeim tækifærum sem samningar bjóða og að auka líkurnar á að þátttakendur grípi þau tækifæri sem gefast til samninga. Útgangspunktur námskeiðsins er: Góður samningamaður leitast við að finna leiðir til að bæta afkomu allra samningsaðila en er jafnframt vakandi fyrir því að gæta eigin hagsmuna.

Lota 4

Námskeiðið fjallar um starfsemi fyrirtækis í alþjóðlegu umhverfi séð með augum Íslendinga. Meðal efnisþátta eru alþjóðleg samkeppni, stefnumótun alþjóðavæðingar, áhrif menningar, stjórnmála, viðskiptablokka og laga og reglna á alþjóðaviðskipti, áhrif heimalands og móttökulands á hegðun fyrirtækis. Þá verður fjallað um skipan alþjóðapeningamála og fjármálamarkaða.

Viðfangsefni námskeiðsins er listin að leiða hóp einstaklinga. Fjallað um mikilvægi hvatningar út frá ólíkum nálgunum og aðferðum sem þurfa að taka mið af aðstæðum hverju sinni. Þá er einnig fjallað um traust, markmið og helgun í starfi. M.a. eru tekin raundæmi úr heimi fótboltans og fer hluti kennslunnar fram á fótboltavelli FC Barcelona þar sem nemendur hitta fyrir fyrrverandi leikmenn liðsins.

  • Leiðtogafærni
  • Teymisvinna
  • Hvatning