1. misseri

Námskeiðslýsing fyrsta misseris á fyrra ári MBA-námsins.

Lota 1

Meginmarkmið námskeiðsins er að kynna grundvallaratriði fjárhagsbókhalds og ársreikningsins. Eðli tvíhliða bókhalds skýrt út frá bókhaldsjöfnunni. Reglugrunnur reikningshalds, forsendur, grundvallarreglur og hugtök. Form ársreiknings og rökrænt samhengi milli kaflanna í honum. Stefnt er að því að nemendur verði ágætlega læsir á ársreikninga hlutafélaga og geti gert hefðbundna greiningu á upplýsingum sem þar koma fram og túlkað þær fyrir þeim sem þurfa á þessum upplýsingum að halda.

 • Mat á afkomu 
 • Sjóðstreymi
 • Stjórnendaupplýsingar 
 • Ársreikningar 
 • Heildstæð upplýsingagjöf

Í námskeiðinu er fjallað um leiðtogakenningar, sögu þeirra og mikilvægi. Einnig er farið í ný umfjöllunarefni í forystu og hinn praktíska veruleika þeirra sem sinna leiðtogastörfum. Fjallað er um mikilvægi sjálfsþekkingar og þekkingar á mismunandi hlutverkum í hópum. Námskeiðið byggir þannig bæði á fræðilegri umfjöllun og praktískri og er ætlað að styrkja nemendur í forystustörfum.

 • Forystuhlutverkið og forystukenningar 
 • Persónulegt mat, ígrundun 
 • Árangursmiðuð samskipti 
 • Uppbygging tengsla og tjáning 
 • Árangursrík teymi og hópastarf

Lota 2

Námskeiðið fjallar um hagfræði frá sjónarhóli fyrirtækjastjórnenda og skiptist í annars vegar rekstrarhagfræði og hins vegar þjóðhagfræði. Nemendur öðlast þekkingu og skilning á hagfræðilegri greiningu og þjálfun í að leysa viðfangsefni í nútímafyrirtækjarekstri. Sýnt er með dæmum og í umræðu hvernig nota má fræðin til að greina margvísleg viðfangsefni og leysa.

 • Stefna, samkeppnishæfni og klasar 
 • Greining á umhverfi og kvikri færni 
 • Heildarstefna, viðskiptastefna og viðskiptalíkön 
 • Stjórnarhættir, skipulag og framkvæmdastefna 
 • Samfélagsleg ábyrgð og verðmætasköpun

Í náminu er lögð áhersla á að byggja upp persónulega færni nemenda í námskeiðunum sjálfum, s.s. með samningatækni. Þetta er gert með því að kenna fólki að byggja upp ferilskrá, fræða og þjálfa í almennri framkomu og framkomu í fjölmiðlum. Farið í uppbyggingu á starfsferli og kennslu á Linkedin og þær tæknilegu útfærslur sem eru mikilvægar hverju sinni.