Annars árs nemar sátu námskeiðið Miðlun upplýsinga í september sem þær Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir og Birta Björnsdóttir kenna.  Á námskeiðinu er kennt samskipti við fjölmiðla og krísustjórnun.  Nemendur fara meðal annars upp í myndaver RÚV til að taka upp viðtöl.  Mikið var um gestafyrirlesara úr íslensku atvinnulífi.  Kærar þakkir fyrir komuna Alma D. Möller landlæknir, Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðinnar, Ásdís Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair, Karen Kjartansdóttir eigandi Langbrók og Auðbjörg Ólafsdóttir sem fer fyrir innri samskiptum og sjálfbærnismálum hjá Controlant.

Image
Námskeið: Miðlun upplýsinga
Image
Námskeið: Miðlun upplýsinga
Image
Námskeið: Miðlun upplýsinga
Image
Námskeið: Miðlun upplýsinga
Image
Námskeið: Miðlun upplýsinga
Image
Námskeið: Miðlun upplýsinga