Header Paragraph

Brautskráning Executive MBA nema - viðurkenning

Pollý Hilmarsdóttir útskrifaðist með Executive MBA gráðu frá Háskóla Íslands í júní síðastliðnum. Við þau tímamót kjósa nemendur árgangsins þann nemenda sem best hafi verið að vinna með í náminu. Pollý fékk þá viðurkenningu. 
Pollý segir hér frá upplifun sinni af náminu.

„Tíminn í MBA náminu hjálpaði mér að móta skýra sýn á hvað ég vil í framtíðinni, ásamt því að gefa mér þau verkfæri sem ég þarf til að ná árangri. Námið styrkti mig sem stjórnanda og einstakling og gaf mér tækifæri til að kynnast ýmsum hliðum reksturs og stjórnunar frá frábærum kennurum og fjölbreyttum hópi samnemenda. Námið þótti mér skemmtilegt, góð áskorun og mér finnst ég undirbúnari fyrir hvaða tækifæri sem á vegi mínum verða.“
 

Image