Samstarf við Yale og IESE
Samstarf við Yale og IESE
Háskóli Íslands er í samstarfi við Yale School of Management í Bandaríkjunum og IESE Business School of Navarra í Barcelona, sem báðir er í allra fremstu röð í heiminum á sviði MBA-náms.
Samstarfið felur í sér að MBA nemar Háskólans sitja afar krefjandi og öflug námskeið í hvorum samstarfsskóla á námstímanum.
- Yale School of Management er hluti af Yale-háskóla sem er í níunda sæti yfir bestu háskóla heims samkvæmt röðun Times Higher Education (2023).
- Yale School of Mangement er auk þess í níunda sæti yfir þá skóla sem skara fram úr á heimsvísu í MBA-námi og IESE er í því tíunda samkvæmt mati Financial Times (2022).
Image

Samstarf við þessa virtu háskóla hefur mikið faglegt gildi fyrir námið í heild og setur MBA-nám Háskóla Íslands í flokk þess besta.
Image

Þeir sem hefja MBA-nám haustið 2023 í Háskóla Íslands munu fara í námsferð til Yale í New Haven í Bandaríkjunum á vorönn 2024 og til IESE í Barcelona á vorönn 2025.
Image
