Stjórnunarhlutverkið krufið

Nútímastjórnendur leita eftir skoðunum starfsfólks og þátttöku í hópastarfi og ákvörðunartöku af ýmsu tagi.

Verkefni þeirra ganga gjarnan þvert á deildir/svið fyrirtækjanna og fyrir vikið reynir mjög á samstarfshæfileika stjórnenda.

Í MBA-náminu er stjórnunarhlutverkið krufið út frá mörgum sjónarhornum ekki síst með tilliti til þess hvernig stjórnendur geta náð árangri með því að vinna með öðrum, í gegnum aðra og með sjálfum sér.