Umsagnir nemenda
Reynir Leósson
Forstöðumaður Viðskiptastýringar fyrirtækja hjá VÍS
„Að kennsla fari fram á íslensku skipti mig máli þegar ég valdi námið. Að eiga samræður á íslensku gefur meiri dýpt en að sama skapi er mikill kostur að sitja námskeið í erlendum háskólum.“

Hafdís Hrönn Ottósdóttir
Skrifstofustjóri rekstrar og innri þjónustu hjá heilbrigðisráðuneytinu
„MBA-námið er nútímalegt, krefjandi og metnaðarfullt. Það byggir á virkri þátttöku nemenda sem koma víða að úr atvinnulífinu. Áhersla er lögð á hagnýt verkefni. Það er einstakt tækifæri að stunda námið við Háskóla Íslands sem er í hópi bestu háskóla í Evrópu.“

Alma Tryggvadóttir
Persónuverndarfulltrúi Landsbankans
„Ég fékk góða innsýn í fjármál og rekstur fyrirtækja auk þess sem ég öðlaðist mun betri sýn á eigin styrkleika og veikleika sem er lykilatriði þegar kemur að ákvarðanatöku og því að takast á við og leiða flókin verkefni.“

Sigurbjörn Ingimundarson
Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins
„Námið veitti mér aðgang að fjölmörgum hagnýtum verkfærum sem hafa nýst mér bæði í leik og starfi. Reynslumiklir gestafyrirlesarar úr íslensku atvinnulífi miðluðu þekkingu sinni af einstakri lagni til nemenda. Ég get hiklaust mælt með MBA-náminu fyrir þá sem vilja efla tengslanetið og auka færni sína í því að takast á við krefjandi áskoranir.“
