Samstarf við IESE

Image
MBA nemendur í kennslustund

Samstarf við IESE

Háskóli Íslands er í samstarfi við IESE Business School of Navarra í Barcelona, sem er í allra fremstu röð í heiminum á sviði Executive MBA-náms.

Samstarfið við IESE felur í sér að Executive MBA nemar Háskóla Íslands sitja afar krefjandi og öflugt námskeið í einum af fremsta viðskiptaháskóla Evrópu.

  • IESE í Barcelona er í sjötta sæti yfir þá skóla sem skara fram úr almennt á heimsvísu í Executive MBA-námi samkvæmt mati Financial Times (2023). 

Þá hefur IESE verið í fyrsta eða öðru sæti á heimsvísu frá árinu 2015 þegar kemur að sérsniðnum stjórnendanámskeiðum líkt og við bjóðum nemendum okkar upp á, þar sem markmiðið er að styrkja leiðtogahæfni nemenda.

 

Þessir dagar í IESE voru ótrúlegt ævintýri. Það var mjög dýrmæt reynsla að læra við þennan skóla og gæðin á kennslunni í heimsklassa.“  Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir -  MBA 2021

Image

Samstarf við IESE í Barcelona háskóla hefur mikið faglegt gildi fyrir námið í heild og setur Executive MBA-nám Háskóla Íslands í flokk þess besta.

 

Ég valdið námið vegna þess að ég var sérstaklega spenntur fyrir samstarfinu við erlendan háskóla IESE. Eftir að hafa legið yfir ólíkum námsleiðum til meistaraprófs var það mín niðurstaða að fyrirkomulagið á MBA náminu í HÍ væri hagkvæm leið til að klára nám á meistarastigi með góðu aðhaldi en án þess að missa úr vinnu. Það skipti mig líka máli að vera með ólíkum hópi fólks, alls staðarað úr íslensku atvinnulífi með mikla reynslu sem það væri tilbúið að deila.“ Gestir Kolbeinn Pálmason  -  MBA 2021

 

 

 

Image

Í námskeiðinu, listin að leiða með IESE, efla nemendur ekki aðeins leiðtogafærni sína heldur læra þau einnig að styrkja sig og sína afkastagetu í hópi og hvernig stefna má að sameiginlegu markmiði.

 

Ég valdi að fara í MBA-nám í Háskóla Íslands vegna einstaklega góðra umsagna vina og samstarfsfélaga um námið. Það er einnig mikilvægt að skólar þrói námsefni og námsaðferðir í samráði við nemendur svo að námið nýtis nemendum sem best en það hefur Háskóli Íslands gert. Að auki er einstakt tækifæri að fá að sækja tím aí erlendum háskóla eins og IESE.“  Sunna Hrönn Sigmarsdóttir -  MBA 2024

 

 

 

Image
IESE campus