Áherslur í námi

MBA-námið við Háskóla Íslands er hagnýtt og krefjandi nám þar sem nemendur takast á við hagnýt vandamál á gagnrýninn og agaðan hátt.

Öll námskeið taka mið af nýjustu áherslum í viðkomandi fagi en rík áhersla er á stafræna þróun og sjálfbærni auk þess sem að nemendur efla persónulega færni og þróa leiðtogahæfileika sína, m.a. með:

  • Umræðum í kennslustundum við kennara, samnemendur og gestafyrirlesara
  • Hópavinnu þar sem kryfja þarf ólík viðfangsefni, leggja fram tillögur um ákvarðanir og finna sameiginlega niðurstöðu.
  • Þátttöku í umræðum um dæmisögur (e. cases) þar sem viðfangsefni eru greind.

MBA-námið er sérstaklega miðað við íslenskt atvinnulíf og er lögð áhersla á raundæmi. Þó ber námið alþjóðlegan blæ þar sem horft er á Ísland í alþjóðasamhengi.

  • Farið er í fyrirtækjaheimsóknir og gestir úr atvinnulífinu miðla af reynslu sinni
  • Raundæmi í tengslum við íslensk fyrirtæki eru skoðuð undir handleiðslu reyndra kennara
  • Nemendahópurinn miðlar ómetanlegri reynslu og þekkingu sín á milli