Fyrir hverja er MBA námið?

 • Langar þig í framúrskarandi og metnaðarfullt MBA nám?
 • Viltu efla þekkingu þína í viðskiptafræði?
 • Langar þig að auka færni þína í stjórnun og rekstri?
 • Ertu tilbúin/n að kynnast íslensku atvinnulífi á víðtækan hátt?
 • Viltu kennara sem hafa sérþekkingu á íslensku atvinnulífi gegnum eigin rannsóknir og ráðgjöf?
 • Hefur þú gaman að því að vinna raunverkefni, skoða fjölmarga þætti í rekstri ólíkra fyrirtækja á gagnrýninn hátt og koma með tillögur að umbótum?
 • Viltu vinna undir leiðsögn færustu sérfræðinga á viðkomandi sviði?
 • Viltu nám þar sem þú myndar sterkt tengslanet við samnemendur og einstaklinga í fyrirtækjum?

Ef þú svarar þessum spurningum játandi gæti MBA nám verið fyrir þig.

Hvernig nýtist námið best?

Til að nemendur fái sem mest út úr náminu er mikilvægt að þeir

 • geti tjáð sig á opinn hátt, miðlað reynslu sinni, lært af öðrum og styrkt tengslanetið.
 • taki virkan þátt í hópastarfi með tilheyrandi virðingu fyrir samnemendum og kennurum.
 • hafi sýnt frumkvæði af ýmsum toga á sínum ferli. Til dæmis á vinnustaðnum, í einkalífinu, hafi stofnað fyrirtæki eða samtök eða hafi komið af stað tilteknu verkefni.

Hæfileikar og reynsla eru gott innlegg í árangursríkt nám.

Mynd

Lykilþættir fyrir framtíðar nemendur

 • góður undirbúningur fyrir tíma
 • gott skipulag
 • virk þátttaka í umræðum

MBA námið einkennist af miklum hraða og mikilli yfirferð á stuttum tíma.

Í mörgum tilfellum er verið að vinna með raundæmi (case studies) þar sem virk þátttaka allra er forsenda þess að nemendur fái það út úr náminu sem til er ætlast.

Mikið er lagt upp úr trúnaði og þagnarskyldu við meðhöndlun ólíkra upplýsinga.

Mynd

Vinnuframlag í námi

Nemendur þurfa að gera ráð fyrir um 25-35 klst. vinnuframlagi í námið á viku, hluta þess tíma má samnýta með vinnu - þ.e. vinnustaðatengdri verkefnavinnu.

Skipulag námsins miðar að því að nemendur geti unnið fulla vinnu með náminu, en ljóst er að verulegur hluti af frítíma nemenda fer í námið.

Rétt er að undirstrika að fyrsta misserið er krefjandi því þá er verið að aðlaga lífsmátann að skólastarfinu.

 

 

Mynd
MBA nemendur

Forsendur inngöngu

Þriggja ára starfsreynsla er forsenda fyrir inngöngu.

MBA-nemendur í Háskóla Íslands eru stjórnendur og sérfræðingar og hafa að meðaltali 15 ára stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu.

Nemendur hafi fyrsta háskólapróf (BS eða BA) og er meðalaldur þeirra 41 ár.

Kynjahlutföllin í náminu eru frekar jöfn eða um 51% konur og 49% karlar og aldur MBA-nemenda er á bilinu 29-61 ára.

Í umsóknarferlinu er óskað eftir rökstuðningi umsækjenda hvers vegna þeir vilji leggja stund á MBA-nám. Einnig er óskað eftir umsögnum um nemendur, t.d. frá samstarfsfólki.

Mynd

Fjölbreyttur bakgrunnur

Bakgrunnur MBA-nemenda er ólíkur m.a. úr:

 • verkfræði
 • tölvunarfræði
 • leiklist
 • tungumálum
 • lögfræði
 • lyfjafræði
 • kennslufræði
 • heilbrigðisvísindum
 • heimspeki
 • viðskiptafræði
 • iðnhönnun
 • fjölmiðlafræði
 • arkitektúr
Mynd