Undirbúningsdagur | MBA-nám í Háskóla Íslands

Undirbúningsdagur

Við viljum að námið sé sterk upplifun og nemendur taki með sér nýjar og ferskar hugmyndir. Lykilstef námsins vísa ekki síst til virks samspils kennara og nemenda þar sem þekking kennara og reynsla nemenda mætast og mótar nýja sýn. Á undirbúningsdeginum gefst tækifæri til að kynnast því sem í vændum er enda er takmarkið að aðstoða nemendur sem etv. hafa tekið sér langt hlé frá námi til að aðlagast að nýju og fá innsýn í nútímalegt nám. Nemendur kynnast stig af stigi því sem framundan er og fá tækifæri til að takast á við ólík verkefni í tengslum við námið.

    Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is