Umsóknir og eyðublöð | MBA-nám í Háskóla Íslands

Umsóknir og eyðublöð

Þegar sótt er um MBA nám við Háskóla Íslands er mikilvægt að skila inn eftirfarandi gögnum:

  • Umsóknareyðublað
  • Tvær umsagnir
  • Greinargerð
  • Prófskírteini
  • Starfsferilskrá

Umsóknareyðublað

Hér er hægt að nálgast umsóknareyðublað fyrir MBA-nám í Háskóla Íslands. 

Umsagnir

Umsækjendur þurfa að skila inn tveimur umsögnum ásamt umsókn sinni. Hér er hægt að nálgast eyðublað fyrir umsagnaraðila auk þess er hér sniðmát á ensku af "letter of reference". Umsagnaraðilar þurfa að senda þetta sjálfir inn og skal sendast á verkefnastjóra námsins, Elínu Þ. Þorsteinsdóttur.

Greinargerð

Afar mikilvægt er að umsækjendur skrifi stutta greinargerð um áhuga sinn á MBA-náminu, markmiðið með því að fara í námið og viljann til að ljúka náminu. Þessi greinargerð er höfð til viðmiðunar þegar nemendur eru valdir inn í námið.

Prófskírteini

Með umsókninni þarf að fylgja prófskírteini en þeir sem hafa þegar lokið námi frá Háskóla Íslands þurfa hinsvegar ekki að skila slíku inn með umsókn sinni.

Starfsferilskrá

Með umsókninni þarf einnig að fylgja með uppfærð starfsferilskrá ásamt mynd.


Hægt er að senda þessar upplýsingar beint til verkefnastjóra námsins, Elínu Þ. Þorsteinsdóttur, en einnig er hægt að fylla út umsókn rafrænt hér á vefnum. Þó þurfa umsagnaraðilar að senda inn sínar umsagnir á verkefnastjóra námsins.

Umsóknarfrestur 2020 er 24. maí. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða teknar til greina ef pláss leyfir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is