Umsækjendur | MBA-nám í Háskóla Íslands

Umsækjendur

Opið er fyrir umsóknir í MBA námið skólaárið 2018-2020 í Háskóla Íslands og er umsóknarfrestur til 20. maí 2018. Umsóknir sem berast eftir umsóknarfrest verða teknar til greina ef pláss leyfir.

MBA námið er tveggja ára metnaðarfullt og starfsmiðað meistaranám fyrir stjórnendur í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum.

Ef þú hefur áhuga á krefjandi og gefandi MBA námi hvetjum við þig til þess að kynna þér námið í Háskóla Íslands. Þeir sem óska eftir upplýsingum um MBA námið er velkomið að hafa samband við forstöðumann námsins, Magnús Pálsson (mp@hi.is) eða verkefnisstjóra þess, Ester Gústavsdóttir (mba@hi.is).

Núverandi og fyrrverandi nemendur MBA námsins eru bestu talsmenn þess og geta vottað um gæði námsins.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is