Tengslanetið | MBA-nám í Háskóla Íslands

Tengslanetið

Mikilvægur þáttur í MBA náminu er tenglsanet nemenda bæði innan MBA hópsins, við kennara námsins, við aðra MBA hópa og við aðila í íslensku atvinnulífi. Ýmsir viðburðir eru skipulagðir og má þar nefna ráðstefnur, örnámskeið, samfagnaðir, fyrirtækjaheimsóknir, fundir með aðilum úr íslensku atvinnulífi, námsferð, fjölskyldudagur, hópefli og margt fleira. Hér að neðan eru nánari lýsingar á þessum viðburðum:

 

Námsferð 

Námsferð erlendis er innifalin í námsgjöldum og er farin á þriðja misseri, en það er liður í að styrkja tengsl nemenda við alþjóðlegt viðskiptaumhverfi. Haustið 2019 er förinni heitið til Washington DC og verður hluti af námskeiðinu Alþjóðaviðskipti kenndur í Georgetown University, sem er einn virtasti háskóli þar vestra og um heim allan. Jafnframt verður farið í heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir.

 

Haustfagnaður 

Eftir fyrstu lotu námsins gleðjast MBA-nemendur saman og halda hausthátíð. Nemendur taka með sér gesti og annast undirbúning hátíðarinnar með stjórnendum námsins.

 

Stefnumót við atvinnulífið 

Lifandi umræður nemenda við stjórnendur úr íslensku atvinnulífi er ómissandi þáttur í MBA-náminu. Nemendur hittast utan hefðbundins skólatíma og skiptast á skoðunum um það sem efst er á baugi hverju sinni. Fundir af þessu tagi eru kallaðir „Stefnumót við atvinnulífið“.

 

Fyrirtækjaheimsóknir 

Mikilvægur þáttur í náminu eru tengsl við atvinnulífið. MBA-hóparnir fara reglulega í áhugaverðar fyrirtækjaheimsóknir á námstímabilinu þar sem stjórnendur íslenskra fyrirtækja taka á móti hópunum, kynna starfsemi og stefnu fyrirtækjanna og miðla af reynslu sinni. 

 

Ráðstefnur og fyrirlestrar

MBA-nemendum er reglulega boðið á ráðstefnur og fyrirlestra sem er fyrir utan hefðbundna kennslu.

 

Útskrift

Útskrift MBA námsins fer fram  í lok júní. Þá er kennurum og starfsfólki námsins ásamt mökum boðið í veglega athöfn þar sem tveggja ára vegferð er fagnað á tilheyrandi hátt. 

 

MBA-félagið

Félag viðskiptafræðinga MBA frá Háskóla Íslands, sem er félag MBA nemenda og útskrifaðra frá Háskóla Íslands, stendur fyrir ýmsum viðburðum, ráðstefnum, námskeiðum og fyrirlestrum fyrir félagsmenn. Þar má nefna hið árlega golfmót félagsmanna, námskeið í stjórnarháttum, fundur með sérstökum saksóknara og fleiri áhugaverðir viðburðir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is