Tengsl við atvinnulífið | MBA-nám í Háskóla Íslands

Tengsl við atvinnulífið

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri IcelandairTengsl MBA-námsins við íslenskt atvinnulíf eru margþætt. Nemendur vinna meðal annars verkefni í samvinnu við aðila í íslensku viðskiptalífi, gestafyrirlesarar úr atvinnulífinu koma í kennslustundir ásamt þeim viðburðum sem haldnir eru á vegum MBA-námsins og þeirra viðburða sem nemendur sækja.

 

Breyttar aðstæður stjórnenda

Óhætt er að segja að námið hafi haft mikil áhrif á þá tæplega 600 nemendur sem þegar hafa lokið MBA prófi frá Háskóla Íslands. Margir þeirra hafa virkjað betur eigin krafta til að takast á við áskoranirog líkt áhrifum námsins við sjálfsendurnýjun eða heildaruppgötvun eigin hæfileika. Það hefur komið skýrt fram hjá brautskráðum nemendum hve áherslan á persónulega færni og stjórnendaþjálfun í náminu skiptir miklu máli. Hlutverk stjórnenda hefur breyst jafnt og þétt. Ný kynslóð er að koma inn á vinnumarkaðinn sem er með gjörbreytta færni miðað við ungt fólk fyrir um 10-15 árum og kröfur um árangur, upplýsingamiðlun og nærveru stjórnenda eru aðrar en áður var.  

Gestafyrirlesarar

Kennarar í MBA-námi leggja sig fram um að tengja viðfangsefni á hverjum tíma við raunhæfar aðstæður eins og kostur er. Liður í því eru heimsóknir annars vegar til fyrirtækja og stofnana, hins vegar heimsóknir gestafyrirlesara. Með þessu móti skapast mikilvæg tengsl námsins og viðskiptaumhverfisins þar sem nemendum gefst tækifæri til að fá innsýn í hagnýtingu ólíkgra þátta úr náminu. 

Í MBA-náminu er lögð áhersla á að styrkja alla þá þætti sem reynir á í störfum stjórnenda hvort sem um er að ræða rekstrarlega þætti, skerpa á stóru myndinni eða byggja upp persónulega færni til að taka ákvarðanir þar sem rétta svarið er ekki alltaf augljóst.

100 verkefni fyrir íslenskt atvinnulíf

Í MBA-náminu er hópavinna einna mikilvægust fyrir marga nemendur. Þar mætast einstaklingar úr ólíkum áttum með stjórnunarreynslu sem laðar fram ný sjónarhorn. Umræðuformið t.d. um raundæmi eða þegar gestafyrirlesarar koma í heimsókn skapar samlegðarkraft sem allir nýta sér.  Nemendur styrkja tengslanetið innbyrðis og mikilvæg tengsl skapast við atvinnulífið ekki síst í gegn um fyrirtækjaheimsóknir eða þau verkefni sem unnið er að. Á yfirstandandi skólaári lætur nærri að MBA-nemendur vinni um 100 verkefni fyrir ólíka aðila í íslensku atvinnulífi en þar er áherslan ekki síst á að hagnýta nýjustu þekkinguna á viðkomandi fræðasviði og innleiða tilheyrandi breytingar. Framlag nemenda við vinnu raunhæfra verkefna er mikilvæg brú á milli MBA-nemenda og viðskiptalífsins og eftirsókn fyrirtækja eftir vinnu nemenda er til marks um það.

 

MBA nemendur í heimsókn hjá Álverinu í Straumsvík

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is