Skipulag námsins | MBA-nám í Háskóla Íslands

Skipulag námsins

MBA-námið er tveggja ára nám sem skiptist niður í fjögur misseri. Að jafnaði eru kennd fjögur námskeið á hverju misseri, tvö námskeið í senn. Námstíminn er 19 kennslumánuðir á 21 mánaða tímabili. Kennsla hefst í ágúst og stendur fram til mánaðamóta maí/júní. Kennsla fer að langmestu leyti fram á íslensku. MBA-námið svarar til 90 ECTS eininga háskólanáms á meistarastigi og er hægt að sækja um lán fyrir skólagjöldum hjá LÍN.

Námið er samansett af 17 námskeiðum. Í seinni hluta námsins er boðið upp á valnámskeið. Lokahnykkurinn í náminu er hagnýtt lokaverkefni sem nemendur vinna á síðasta misserinu. Útfærsla á lokaverkefni fer eftir óskum hvers nemanda. MBA námið leggur mikla áherslu á raunverkefni sem miða að því að auka þekkingu og árangur í stjórnun og rekstri. Öll lokaverkefni eru unnin undir leiðsögn leiðbeinanda.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is