Sækja um nám | MBA-nám í Háskóla Íslands

Sækja um nám

MBA-námið er opið til umsóknar öllum þeim sem hafa lokið háskólaprófi og hafa a.m.k þriggja ára starfs-/stjórnunarreynslu. Námsárið hefst miðvikudaginn 7. ágúst.

Námið er tveggja ára háskólanám á meistarastigi þar sem kennt er föstudaga og laugardaga, aðra hverja viku. Hverju ári er skipt í tvö misseri og hvert misseri skiptist svo í tvær lotur. Innan hverrar lotu sitja nemendur svo tvö námskeið að jafnaði. 

Haldnir eru kynningarfundir á hverju vori fram að umsóknarfresti og er þar kjörið tækifæri til að koma og kynna sér MBA-nám í Háskóla Íslands.

Þegar sótt er um MBA-nám er nauðsynlegt að skila af sér eftirfarandi upplýsingum: umsóknareyðublaði, tveimur umsögnum, greinargerð, prófskírteini og starfsferilskrá. Hægt er að nálgast eyðublöð hér á vefnum.

Þegar þessum upplýsingum hefur verið safnað er hægt að leggja inn umsókn rafrænt, haft verður samband við alla umsækjendur eftir að umsóknarfrestur er liðinn.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is