Rekstraráhersla | MBA-nám í Háskóla Íslands

Rekstraráhersla

Eitt mikilvægasta stefið í störfum stjórnenda er að hafa vakandi auga fyrir öllum rekstrarþáttum. Aðgangur stjórnenda og skilningur á mikilvægustu upplýsingum á hverjum tíma er mikilvæg forsenda góðs rekstrarárangurs. Þjálfun í að setja fram, túlka og bregðast við ýmsum rekstrar- og fjárhagsupplýsingum er hér í forgrunni svo og þjálfun í ýmsum reikniaðferðum sem beitt er í rekstri.

Grunnur viðskiptafræða hvílir á hagfræði, fjármálum, reikningshaldi, tölfræði og framleiðslustjórnun. Í þessum námskeiðum er mikið unnið með tölur og tölulegar upplýsingar en meginmarkmið þeirra er að auka færni nemenda við greiningu viðfangsefna og ákvarðanatöku.

Fjallað verður um þær sviptingar sem hafa átt sér stað í viðskiptaumhverfinu á síðustu árum, bæði hvað varðar stjórnun peningamála og rekstur fyrirtækja og heimila.

Kennarar og nemendur í MBA-námi búa yfir yfirgripsmikilli reynslu og þekkingu sem kemur að góðu gagni þegar farið er yfir hvernig breytingar á lögum og reglum, opinberu eftirlit, stöðlum og vinnuferlum hafa mótað þessar fræðigreinar á undanförnum árum. Dæmi úr atvinnulífinu verða notuð til að skýra enn frekar í hverju þessar breytingar eru fólgnar.

Gylfi Magnússon dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands leiðir vinnu við að samræma námskeið í þessum flokki.  Gylfi kennir námskeiðið; Rekstrarumhverfið þar sem bæði er fjallað um efni sem fellur undir þjóðhagfræði og rekstrarhagfræði, en í þeim fræðigreinum er seint hægt að finna hið eina rétta svar.

Námskeiðin sem tilheyra rekstraráherslu eru:

  • Reikningshald
  • Rekstrarumhverfið
  • Hagnýt tölfræði og ákvarðanir
  • Fjármál fyrirtækja
  • Árangur í rekstri
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is