Námsgjöld | MBA-nám í Háskóla Íslands

Námsgjöld

Námsgjöld fyrir MBA-námið skólaárið 2017-2018 er 3.500.000 kr. Innifalið er m.a.:

  • Öll kennsla og kennsluaðstaða
  • Gott aðgengi að forstöðumanni og verkefnastjóra sem annast daglegan rekstur og utanumhald námsins
  • Öll námskeiðsgögn þ.m.t. grunnkennslubækur og raundæmi
  • Undirbúningsnámskeið og önnur stutt námskeið og fyrirlestrar
  • Persónuleg markþjálfun
  • 5-6 daga námsferð sem farin í tengslum við námskeiðið Alþjóðasamskipti. Þar er innifalin kennsla, kennsluefni, ferðir, gisting og heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir
  • Léttar veitingar í kaffihléum á kennsludögum
  • Fundaraðstaða
  • Ýmsir viðburðir, ráðstefnur og örnámskeið

Skipting námsgjalda eftir misserum:

Staðfestingargjald, júlí 2017 180.000
Misserisgjald september 2017 830.000
Misserisgjald febrúar 2018 830.000
Misserisgjald september 2018 830.000
Misserisgjald febrúar 2019 830.000

Misserisgjald er ekki hægt að fá endurgreitt né niðurfellt eftir að misseri hefst formlega. Skrásetningargjald/staðfestingargjald er í öllum tilfellum óendurkræft.

LÍN veitir lán fyrir námsgjöldum MBA námsins.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is